Adoboli í sjö ára fangelsi

Kweku Adoboli, sem áður var verðbréfamiðlari hjá svissneska bankanum UBS í London, var í dag dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir fjársvik.

Adoboli tapað 2,3 milljörðum Bandaríkjadala, 292 milljörðum króna, með svikum og „fjárhættuspili“ af fé bankans. Er málið eitt stærsta fjársvikamál sem hefur komið upp af þessu tagi í Bretlandi. Dómarinn sagði er hann kvað upp dóm sinn í dag að Adoboli væri fjárhættuspilari í sér. Að sögn dómarans var það hroki hjá Adoboli að halda að þær reglur sem giltu um verðbréfaviðskipti hjá bankanum ættu ekki við hann.

Í ákæru yfir Adoboli kom fram að hann hefði falsað vogunarsamninga á tímabilinu frá október 2008 til september 2011 og með því stuðlað að því að einn stærsti banki heims átti yfir höfði sér gríðarlegt tap þegar markaðirnir snerust gegn honum.

Kweku Adoboli þarf að dúsa á bak við lás og …
Kweku Adoboli þarf að dúsa á bak við lás og slá í sjö ár AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK