Áttunda gjaldeyrisútboð Seðlabankans

mbl.is/Ómar

Seðlabanki Íslands (SÍ) býðst til að kaupa evrur í skiptum fyrir íslenskar krónur til fjárfestingar til langs tíma í íslensku atvinnulífi eða gegn greiðslu í ríkisverðbréfum í flokknum RIKS 33 0321. Jafnframt kallar Seðlabanki Íslands eftir tilboðum frá aðilum sem vilja selja íslenskar krónur gegn greiðslu í reiðufé í erlendum gjaldeyri.

Þetta kemur fram á vef SÍ. Þar segir að útboðin þrjú sem haldin verði þriðjudaginn 18. desember n.k. séu liður í losun hafta á fjármagnsviðskiptum, samanber áætlun Seðlabankans um losun gjaldeyrishafta frá 25. mars 2011 og skilmála Seðlabanka Íslands um gjaldeyrisviðskipti samkvæmt fjárfestingarleið að losun gjaldeyrishafta frá 18. nóvember 2011 með síðari breytingum.

„Eins og kom fram í áætlun Seðlabankans um losun gjaldeyrishafta þá verður gætt að fjármálastöðugleika í hverju skrefi. Í því ljósi áskilur Seðlabankinn sér rétt til að takmarka heildarviðskiptamagn með hliðsjón af áhrifum útboðanna á lausafjárstöðu fjármálafyrirtækja. Endanleg útboðsfjárhæð ræðst af þátttöku. Útboðsfyrirkomulag er með þeim hætti að öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á sama verði (e. single price). Uppgjör viðskipta í öllum útboðunum þremur verður þremur dögum eftir að útboði lýkur.

Viðskiptabönkum er boðið að hafa milligöngu um viðskiptin um kaup á íslenskum krónum í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri. Tilteknir aðalmiðlarar á skuldabréfamarkaði hafa milligöngu um viðskipti í útboðinu gegn greiðslu í ríkisverðbréfum. Yfirlit um alla þessa aðila má finna á heimasíðu Seðlabankans. Fjármálafyrirtæki sem gert hafa samstarfssamning við Seðlabanka Íslands um milligöngu (upplýsingar hér að neðan) munu annast framlagningu umsókna um fyrirhugaða þátttöku fjárfesta í útboðinu samkvæmt fjárfestingarleiðinni. Það útboð er opið fjárfestum sem hafa fengið samþykkta umsókn um þátttöku í fjárfestingarleið.

Vakin er athygli á að „Skilmálar um gjaldeyrisviðskipti samkvæmt fjárfestingarleið að losun gjaldeyrishafta dags. 18.11.2011 með síðari breytingum“ hafa tekið nokkrum breytingum og þeirra á meðal áskilur Seðlabankinn sér nú rétt til að setja skorður við fjárhæðarþátttöku fjárfestis vegna stærri fjárfestinga með hliðsjón af ójafnvægi á milli innlendra og erlendra kostnaðarþátta með því að takmarka annaðhvort magn þeirra fjármuna sem fjárfestir getur boðið Seðlabankanum að kaupa, eða magn þeirra króna sem fjárfestir hyggst flytja til landsins.

Tilboðum skal skilað eigi síðar en 18. desember 2012. Nánari lýsingu á framkvæmd útboðanna þriggja er að finna í útboðsskilmálum,“ segir í tilkynningu frá SÍ.

Nánari upplýsingar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka