Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Gunnar Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Baugs, til að greiða þrotabúi BGE eignarhaldsfélags 1,7 milljarða króna. Samkvæmt upplýsingum mbl.is mun Gunnar áfrýja dómnum til Hæstaréttar.
Eignarhaldsfélagið var í eigu helstu stjórnenda og starfsmanna Baugs. Það var sett á fót til að halda utan um kauprétt mannanna vegna starfa þeirra hjá Baugi, að því er kom fram í kvöldfréttum RÚV.
Fram kemur, að deilt hafi verið um uppgjör á lánum sem stjórnendur Baugs og starfsmenn fengu til hlutabréfakaupa. Þrotabú BGE höfðaði málið gegn Gunnari sem þarf nú að greiða því 1,7 milljarða.