Jón á Hofi landaði hjá Ramma í Þorlákshöfn sl. fimmtudag stærsta humri sem veiðst og mælst hefur hér við land.
Humarinn var veiddur í Selvognum. Hausinn er mældur frá augntóftum aftur að hala. Búkurinn mældist 88 mm. en fyrra met var 81 mm. humar sem veiddist fyrir u.þ.b. 10 árum. Lengdin á humrinum í heild er hálfur meter og hann vigtar 490 grömm, að því er segir í frétt frá Ramma.
„Litli“ humarinn á myndinni flokkast í 1. flokk, er 87 grömm, sem er meðalstærð þess sem verið er að veiða og vinna hjá Ramma þetta árið. „Íslandsmetið“ var staðfest af starfsmanni Hafró í Þorlákshöfn, en hann skoðar flestar landanir af humarbátunum sem landa þar.