Nýr bankastjóri kemur frá Kanada

Mark Joseph Carney
Mark Joseph Carney AFP

Seðlabankastjóri Kanada, Mark Carney, verður næsti bankastjóri Englandsbanka, seðlabanka Breta.

Ráðningartímabili Mervyn Kings, núverandi seðlabankastjóra, lýkur í júní á næsta ári, en hann hefur verið við stjórnvölinn frá árinu 2003.

Valið á Carney kemur á óvart en Carney sjálfur átti ekki von á því að verða fyrir valinu til þess að gegna embætti seðlabankastjóra næstu fimm árin.

George Osborne, fjármálaráðherra, segir að Carney sé sterkur leiðtogi og hafi þess utan mikla reynslu úr starfi sínu í Kanada.

Flestir höfðu gert ráð fyrir að Paul Tucker, aðstoðarbankastjóri Englandsbanka, yrði fyrir valinu en hann var meðal umsækjanda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK