Kauphöllin hefur lokað fyrir viðskipti með bréf Íbúðalánasjóðs og Landsbréf hafa lokað fyrir viðskipti með hlutdeildarskírteini í þeim sjóðum sem eiga í bréfum útgefnum af Íbúðalánasjóði á meðan óvissa ríkir.
Á ríkisstjórnarfundi sem nú stendur yfir er fjallað um fjárhagsstöðu og málefni Íbúðalánasjóðs.
„Í kjölfar lokunar Kauphallar á viðskiptum með Íbúðabréf nú í morgun taldi stjórn Landsbréfa hf. hagsmuni sjóðfélaga í sjóðum Landsbréfa hf. sem eiga Íbúðabréf útgefin af Íbúðalánasjóði best tryggða með því að loka á viðskipti með hlutdeildarskírteini í þeim sjóðum á meðan óvissa ríkti um verðmyndun undirliggjandi eigna. Ákvörðunin verður endurskoðuð um leið og væntanleg frétt verður opinber,“ segir í tilkynningu Landsbréfa til kauphallarinnar.