Öllu starfsfólkinu sagt upp

Frá Siglufirði.
Frá Siglufirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Fyrirtækin Siglunes hf og Útgerðarfélagið Nesið ehf. hafa sagt upp öllu starfsfólki sínu frá og með 30. nóvember, samtals 35 manns. Farið verður í endurskipulagningu á fyrirtækinu. Frá þessu er greint á vefnum siglo.is og þar er bréf eiganda birt í  heild.

Í því segir:

„Vegna erfiðra rekstrarskilyrða í sjávarútvegi þá er óhjákvæmilegt annað en að segja upp öllu starfsfólki hjá fyrirtækjum okkar  frá og með 30. nóvember 2012, samtals 35 manns, og fara í endurskipulagningu á fyrirtækjunum.“

Þá segir einnig í bréfinu að ástæður uppsagnanna séu auknar álögur á fyrirtæki í sjávarútvegi sem er auðlindagjald og sérstakt veiðigjald, einnig óskiljanlegur niðurskurður í ýsukvóta, lækkandi afurðaverð á mörkuðum og nýgerðir kjarasamningar landssambands smábátaeigenda og sjómannasambandsins. 

„Það er von okkar að það verði hægt að endurráða sem flesta að þessum aðgerðum loknum,“ segir í bréfinu sem Gunnlaugur Oddsson og Freyr Steinar Gunnlaugsson skrifa undir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka