Gengi evrunnar lækkaði við opnun markaða í morgun eftir að hafa hækkað talsvert í kjölfar þess að Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ákváðu að veita Grikklandi næsta hluta efnahagsaðstoðar við landið. Er lækkunin rakin til viðvarandi áhyggja af skuldavanda Evrópuríkja.
Fram kemur í yfirlýsingu frá Seðlabanka Ástralíu að um dæmigerð viðbrögð sé að ræða á mörkuðum þar sem gengið hækki vegna gjaldeyriskaupa í kjölfar orðróms en lækki síðan aftur þegar fréttirnar eru staðfestar og gjaldeyrinn er þá seldur aftur.