ÍLS hættur útgáfu HFF-skuldabréfa

Íbúðalánasjóður er hættur útgáfu HFF-bréfa að sögn stjórnarformanns.
Íbúðalánasjóður er hættur útgáfu HFF-bréfa að sögn stjórnarformanns. mbl.is/Golli

„Við vorum að fara yfir samþykktir ríkisstjórnarinnar, þá síðustu og ýmis önnur mál,“ sagði Jóhann Ársælsson, stjórnarformaður Íbúðarlánasjóðs um stjórnarfund sem haldinn var í dag.

„Það [framlag ríkisins] kemur nokkurn veginn heim við það sem við höfum [reiknað að] þyrfti um þessar mundir,“ sagði Jóhann.

Spurður út í ummæli Ólafs Margeirssonar, doktorsnema í hagfræði við Exeter-háskóla á Bretlandi, í kvöldfréttum Rásar 2, þar sem hann leggur til að sjóðurinn hætti þegar í stað að gefa út skuldabréf sem ekki sé unnt að greiða upp þegar sjóðnum henti sagði Jóhann: „Helsta tapið sem liggur fyrir núna er vegna þess að viðskiptavinir sjóðsins, einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki, hafa ekki getað staðið í skilum.

Það er í kjölfar hrunsins sem þessi skriða byrjar fyrir alvöru. Þetta tap sem er vegna uppgreiðsluáhættunnar er auðvitað verulegt áhyggjuefni og við höfum fjallað verulega um það, en eins og kemur fram í skýrslunni frá IFS þá eru þeir að [áætla að] það þurfi að leggja sjóðnum til 1,5 milljarða á ári vegna taps af því. Það er þetta ástand sem er tengt þessum bréfum sem eru óuppgreiðanleg.“

Stjórnin hefur tekið ákvörðun um að hætta útgáfu HFF-bréfa

„Svo er hitt sem menn vita ekki. að stjórnin hefur tekið ákvörðun um að það verði ekki gefin út fleiri HFF-bréf [Húsbréf og húsnæðisbréf með ríkisábyrgð] með þessu lagi, sem eru óuppgreiðanleg. Það verður ekki gert og hefur ekki verið gert reyndar um tíma og stendur ekki til að bjóða fram fleiri slík bréf á markaði. En það er auðvitað fullt af slíkum bréfum á markaðnum sem hafa verið gefin út á undanförnum árum.

Þetta tap er vegna þeirra sem geta borgað

Hruntapið er annað heldur en þetta tap. Þetta tap er vegna þeirra sem geta borgað sínar skuldir, þetta vaxtatap eða uppgreiðsluvandamál. Það er vegna þeirra sem geta borgað sínar skuldir en aðaltapið er vegna þeirra sem geta það ekki.“

Jóhann Ársælsson, stjórnarformaður ÍLS.
Jóhann Ársælsson, stjórnarformaður ÍLS.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK