Lánshæfiseinkunnir björgunarsjóða lækkaðar

AFP

Matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað lánshæfiseinkunn björgunarsjóðs evruríkjanna, European Stability Mechanism (ESM), um eitt þrep og breytti horfum í neikvæðar.

Lækkunin kemur í kjölfar lækkunar eins helsta lánveitanda ESM, franska ríkisins, en bæði franska ríkið og ESM voru áður með AAA-einkunn sem er hæsta einkunn sem Moody's veitir.

Moody's lækkaði einnig í gær lánshæfiseinkunn forvera ESM, European Financial Stability Facility (EFSF).

Þrátt fyrir að einkunn sjóðanna tveggja hafi verið lækkuð hefur ekki verið hróflað við AAA-einkunn þýska ríkisins sem er helsti lánveitandi þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK