Vill 200 milljónir punda í skaðabætur

Vincent Tchenguiz.
Vincent Tchenguiz.

Breski kaupsýslumaðurinn Vincent Tchenguiz hefur formlega höfðað mál gegn efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office. Fram kemur á fréttavef Bloomberg að hann fari fram á 200 milljónir punda í skaðabætur vegna ólöglegra húsleita og haldlagningu í tengslum við rannsókn á falli Kaupþings.

SFO hætti rannsókn sinni á Tchenguiz og bróður hans Robert Tchenguiz eftir að dómstóll úrskurðaði að húsleitirnar hefðu verið ólöglegar. Haft er eftir Tchenguiz í fréttinni að orðspor hans hafi orðið fyrir alvarlegum skaða vegna málsins og að lögreglan hafi ekki haft neinar ástæður fyrir grunsemdum sínum í hans garð.

Gert er ráð fyrir að málið verði tekið fyrir í janúar 2014.

Frétt Bloomberg

Frétt mbl.is: Tchenguiz gegn SFP

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK