Kynnir greiningu á íslensku efnahagslífi

Lars Christensen, forstöðumaður greiningardeildar Danske Bank.
Lars Christensen, forstöðumaður greiningardeildar Danske Bank.

Lars Christensen, forstöðumaður hjá greiningardeild Danske Bank, mun kynna nýja greiningu bankans á íslensku efnahagslífi á morgun. Greiningin verður fyrst kynnt á fundi VÍB, eignastýringaþjónustu Íslandsbanka, en hún verður gefin út sama dag og fundurinn er haldinn.  Þetta kemur fram í frétt frá Íslandsbanka.

Þetta er þriðja greiningin sem Danske Bank gerir á íslensku efnahagslífi. Sú fyrsta kom út árið 2006, „Iceland, Geyser crisis“, og varaði við slæmum horfum hér á landi en hún vakti mikla athygli og hörð viðbrögð hér á landi. Önnur greining bankans kom út í apríl árið 2011, „Iceland: Recovery in uncertain times“.

 Á fundinum munu fara fram umræður um horfur  Íslands og þá kerfislegu áhættuþætti sem helst gætu komið í veg fyrir jákvæða þróun hérlendis, ekki síst vandamál sem skapast geta á næstu árum tengd gjaldeyrishöftum og greiðslujöfnuði við útlönd. Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika Seðlabankans og Hrafn Árnason, forstöðumaður stýringar eigna hjá Íslandssjóðum taka þátt í umræðunum ásamt Lars. Fundarstjóri er Stefán Sigurðsson, framkvæmdastjóri VÍB.

 Fundurinn hefst klukkan 8:30, þann 5. desember, og er fyrir viðskiptavini VÍB og boðsgesti. Mögulegt verður þó að horfa á fundinn í beinni útsendingu á vefsíðu VÍB.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK