Kynnir greiningu á íslensku efnahagslífi

Lars Christensen, forstöðumaður greiningardeildar Danske Bank.
Lars Christensen, forstöðumaður greiningardeildar Danske Bank.

Lars Christen­sen, for­stöðumaður hjá grein­ing­ar­deild Danske Bank, mun kynna nýja grein­ingu bank­ans á ís­lensku efna­hags­lífi á morg­un. Grein­ing­in verður fyrst kynnt á fundi VÍB, eign­a­stýr­ingaþjón­ustu Íslands­banka, en hún verður gef­in út sama dag og fund­ur­inn er hald­inn.  Þetta kem­ur fram í frétt frá Íslands­banka.

Þetta er þriðja grein­ing­in sem Danske Bank ger­ir á ís­lensku efna­hags­lífi. Sú fyrsta kom út árið 2006, „Ice­land, Geyser cris­is“, og varaði við slæm­um horf­um hér á landi en hún vakti mikla at­hygli og hörð viðbrögð hér á landi. Önnur grein­ing bank­ans kom út í apríl árið 2011, „Ice­land: Reco­very in uncertain times“.

 Á fund­in­um munu fara fram umræður um horf­ur  Íslands og þá kerf­is­legu áhættuþætti sem helst gætu komið í veg fyr­ir já­kvæða þróun hér­lend­is, ekki síst vanda­mál sem skap­ast geta á næstu árum tengd gjald­eyr­is­höft­um og greiðslu­jöfnuði við út­lönd. Sig­ríður Bene­dikts­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­stöðug­leika Seðlabank­ans og Hrafn Árna­son, for­stöðumaður stýr­ing­ar eigna hjá Íslands­sjóðum taka þátt í umræðunum ásamt Lars. Fund­ar­stjóri er Stefán Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri VÍB.

 Fund­ur­inn hefst klukk­an 8:30, þann 5. des­em­ber, og er fyr­ir viðskipta­vini VÍB og boðsgesti. Mögu­legt verður þó að horfa á fund­inn í beinni út­send­ingu á vefsíðu VÍB.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK