Séreignarsparnaður fer vaxandi og fleiri borga í hann, þrátt fyrir að eftir hrun hafi fólk mátt taka út séreignarsparnað sinn.
Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og vitnar í tölur frá Fjármálaeftirlitinu. Fjárhæðin nam 209 milljörðum króna í árslok 2011 en var 171 milljarður í árslok 2009. Áætlað er að ríkið hafi haft um 20 milljarða í tekjur árin 2009-2011 vegna þessa.
Lagt er til í frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum að áfram verði heimilað að greiða út séreignarsparnað á næsta ári.