Hagvöxtur á bilinu 2,2-2,9%

mbl.is

Lars Christensen, forstöðumaður hjá greiningardeild Danske Bank, segir að versnandi efnahagsástand í viðskiptalöndum Íslands í Evrópu hafi haft áhrif á efnahagsbata landsins. Þrátt fyrir það muni hagvöxtur hér á landi vera yfir meðallagi næstu árin.

Christensen kynnir nú nýja greiningu bankans á íslensku efnahagslífi á fundi VÍB, eignastýringaþjónustu Íslandsbanka. Þetta er þriðja greiningin sem Danske Bank vinnur á Íslensku efnahagslífi, sú fyrsta árið 2006 og önnur árið 2011.

Danske Bank gerir ráð fyrir að aukning vergrar landsframleiðsla verði í kringum 2,2 til 2,9% á næstu þremur árum. Í greiningunni kemur fram að einkaneysla muni fara minnkandi. Hún verði í kringum 3,8% á þessu ári en verði undir 3% á næstu árum.

Þá er gert ráð fyrir að fjárfesting verði í 8 til 9% á þessu og næsta ári. Verðbólga heldur áfram að vera yfir viðmiðum Seðlabankans en gert er ráð fyrir að verðbólguþrýstingur fari minnkandi.

Greiningin spáir 3,7% verðbólgu á næsta ári, 3,1% árið 2013 og 2,6% árið 2014. Samfara batnandi efnahagslífi hefur vinnumarkaðurinn tekið við sér og er gert ráð fyrir áframhaldandi styrkingu hans. Danske Bank gerir ráð fyrir atvinnuleysi haldi áfram að minnka og verði í kringum 5% árið 2014.

Lars Christensen, forstöðumaður hjá greiningardeild Danske Bank
Lars Christensen, forstöðumaður hjá greiningardeild Danske Bank
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK