Hrein eign jókst um 1,4%

Hrein eign lífeyrissjóða nam 2.326 milljörðum króna í lok október 2012 og hafði þar með hækkað um 31 milljarð króna frá september eða 1,4%.

Eign lífeyrissjóða í samtryggingardeildum nam 2.095 milljörðum króna en séreignardeildum 231 milljarð króna. Innlend verðbréfaeign lífeyrissjóða nam 1.665 milljörðum króna í lok október og hækkaði um tæpa 15 milljarða króna á milli mánaða, samkvæmt tölum Seðlabanka Íslands.

Þar af hækkuðu verðbréf fyrirtækja um 11,7 milljarða króna. Erlend verðbréfaeign stóð í 528 milljörðum króna í lok október og hafði hækkað um 11,5 ma.kr. frá fyrri mánuði en þar af hækkuðu erlend hlutabréf og hlutabréfasjóðir um tæpa 9 ma.kr. á tímabilinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka