Kröfuhafar hopa

mbl.is

Verulega hefur dregið úr væntingum erlendra kröfuhafa föllnu bankanna um þann ávinning sem þeir höfðu áður vonast eftir að bera úr býtum við samþykkt mögulegra nauðasamninga.

Til marks um það herma heimildir Morgunblaðsins að talsverður söluþrýstingur hafi verið með kröfur í Glitni og Kaupþing á umliðnum vikum en markaðsverðmæti þeirra hefur lækkað um 10%.

Þrátt fyrir að kröfuhafar, sem eru að langstærstum hluta erlendir vogunarsjóðir, séu nú sagðir viljugir til að skoða ýmsar leiðir sem miða að verulegum afskriftum á krónueignum þeirra eftir uppgjör bankanna, þá óttast þeir mögulegar lagabreytingar sem gætu verið í undirbúningi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.

Sumir viðmælendur Morgunblaðsins segja að Seðlabankinn ætti að hóta kröfuhöfum því að aðeins yrði greitt út í krónum úr þrotabúunum. Sumir af helstu sérfræðingum Seðlabankans eru í vaxandi mæli farnir að taka undir þá skoðun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK