Breska og bandaríska fjármálaeftirlitið kynntu í dag sameiginlega stefnu varðandi aðgerðir ef stórir bankar fara í þrot. Samkvæmt henni eru það hluthafarnir sem þurfa að bera byrðarnar ekki skattgreiðendur. Eins verði yfirmenn bankanna reknir úr starfi fari bankarnir í þrot.
Með þessu er vonað að hægt verði að koma í veg fyrir keðjuverkandi áhrif á markaði. Aðstoðarbankastjóri Englandsbanka, Paul Tuckeer, segir að það sé einfaldlega ekki þannig að bankar geti verið of stórir til að falla. Ekki sé hægt að láta alþjóðleg stórfyrirtæki ógna opinberum sjóðum.