Hluthafar borga brúsann ekki almenningur

AFP

Breska og bandaríska fjármálaeftirlitið kynntu í dag sameiginlega stefnu varðandi aðgerðir ef stórir bankar fara í þrot. Samkvæmt henni eru það hluthafarnir sem þurfa að bera byrðarnar ekki skattgreiðendur. Eins verði yfirmenn bankanna reknir úr starfi fari bankarnir í þrot.

Með þessu er vonað að hægt verði að koma í veg fyrir keðjuverkandi áhrif á markaði. Aðstoðarbankastjóri Englandsbanka, Paul Tuckeer, segir að það sé einfaldlega ekki þannig að bankar geti verið of stórir til að falla. Ekki sé hægt að láta alþjóðleg stórfyrirtæki ógna opinberum sjóðum.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK