48,1 milljón án vinnu

AFP

Atvinnuleysi mældist 8% í aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, í október. Er það aukning um 0,1% á milli mánaða. Á Íslandi var atvinnuleysið 5,7% í október.

Á evrusvæðinu var atvinnuleysið 11,7% í október og hefur aldrei verið meira. Í Bandaríkjunum var það 7,9%. Alls var 48,1 milljón manna án atvinnu í ríkjum OECD í október og hefur þeim fjölgað um 400 þúsund frá fyrra mánuði. Í júlí 2008 voru 13,4 milljónir manna án atvinnu í ríkjum OECD, sem eru 34 talsins.

Á Spáni mældist atvinnuleysið 26,2% í október, í Frakklandi var það 10,7%, Ítalíu 11,1% og Portúgal 16,3%. Síðustu tölur frá Grikklandi eru síðan í ágúst en þá var atvinnuleysið 25,4%.

Í Suður-Kóreu er atvinnuleysið einungis 3% í október og sama hlutfall í Noregi en þær tölur eru frá í september. Í Austurríki er atvinnuleysið 4,3% og 4,2% í Japan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK