Hlutabréf í Evrópu og Bandaríkjunum hækkuðu í dag. Hlutabréfavístala í Þýskalandi hefur ekki verið hærri í fimm ár.
Þýska DAX-vísitalan hækkaði um 0,78% í dag og hefur vísitalan ekki verið hærri síðan í ársbyrjun 2008.
Hlutabréfavísitölur annars staðar í Evrópu hækkuðu einnig. Vísitalan hækkaði mest á Ítalíu eða um 1,5%, en hún lækkaði mikið í gær eftir að fréttist að líklegt væri að forsætisráðherra Ítalíu myndi segja af sér.