Skóflur mokast út

Nóg að gera í skóflusölunni.
Nóg að gera í skóflusölunni. Ljósmynd/Vikudagur

„Það er engu líkara en að fólk hendi skóflunum eftir veturinn því þær seljast alltaf grimmt á þessum árstíma. Við mokuðum þeim út í fyrra og héldum að það yrði minni sala í ár en svo er ekki. Það virðist vera endalaus markaður fyrir þetta,“ segir Friðrik Þórsson, verslunarstjóri í Múrbúðinni á Akureyri, í samtali við Vikudag.

Í snjóþunga er nauðsynlegt að eiga góða skóflu og Múrbúðin býður upp á margar tegundir.

„Það fer eftir því hvernig snjórinn er hverju sinni hvort það eru stálskóflur eða aðrar tegundir sem seljast best,“ segir Friðrik. Í hálkunni undanfarna daga hefur fólk einnig verið duglegt við að salta.

Frétt Vikudags í heild.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK