Vilja lækkun lágmarkslauna í Svíþjóð

AFP

Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hvetur sænsk stjórnvöld til þess að gera meira fyrir þá sem hrekjast af vinnumarkaði. Er hvatt til þess að lágmarkslaun verði lækkuð í Svíþjóð og að aukin áhersla verði lögð á að auka menntun. Með því verði hægt að fjölga störfum. 

Eins leggur OECD til að reglum verði breytt á þann veg að meira verði um að fólk sé ráðið til langs tíma í stað þess að festast í skammtímaráðningarsamningum. Telur stofnunin að það hvað lágmarkslaun eru há þýði að launakostnaður fyrirtækja haldist hár og þau geti ekki ráðið fleiri til starfa.

Á síðasta ári mældist atvinnuleysi 7,6% í Svíþjóð en meðal ungs fólks er það 22,9% sem er mun hærra heldur en að meðaltali innan OECD.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK