Dregur úr atvinnuleysi?

Íslandsbanki spáir að skráð atvinnuleysi á næsta ári verði 4,6% …
Íslandsbanki spáir að skráð atvinnuleysi á næsta ári verði 4,6% að meðaltali. mbl.is/Golli

Í Morgun­korni grein­ing­ar Íslands­banka í gær er því spáð að at­vinnu­leysi muni fara lækk­andi á næsta ári og spá­ir grein­ing Íslands­banka því að skráð at­vinnu­leysi á næsta ári verði 4,6% að meðaltali.

„Tök­um við þar inn í reikn­ing­inn að bráðabirgðaákvæðið um rétt ein­stak­linga til at­vinnu­leys­is­bóta í fjög­ur ár í stað þriggja verður ekki fram­lengt nú um ára­mót­in.

At­vinnu­leysi sam­kvæmt skrán­ingu Vinnu­mála­stofn­un­ar mun lækka af þess­um sök­um, en um 3.000 ein­stak­ling­ar, sem er tæp­lega þriðjung­ur af þeim sem skráðir voru án at­vinnu í nóv­em­ber sl., munu full­nýta sinn bóta­rétt á næsta ári,“ seg­ir orðrétt í Morgun­korni grein­ing­ar Íslands­banka.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK