Í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka í gær er því spáð að atvinnuleysi muni fara lækkandi á næsta ári og spáir greining Íslandsbanka því að skráð atvinnuleysi á næsta ári verði 4,6% að meðaltali.
„Tökum við þar inn í reikninginn að bráðabirgðaákvæðið um rétt einstaklinga til atvinnuleysisbóta í fjögur ár í stað þriggja verður ekki framlengt nú um áramótin.
Atvinnuleysi samkvæmt skráningu Vinnumálastofnunar mun lækka af þessum sökum, en um 3.000 einstaklingar, sem er tæplega þriðjungur af þeim sem skráðir voru án atvinnu í nóvember sl., munu fullnýta sinn bótarétt á næsta ári,“ segir orðrétt í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka.