Ný lög munu lækka verð reiðhjóla

Verð á reiðhjólum mun lækka nokkuð ef tillaga um afnám …
Verð á reiðhjólum mun lækka nokkuð ef tillaga um afnám tolls á hjólin verður samþykkt. Guðmundur gerir ráð fyrir að þetta auki enn á áhuga Íslendinga á hjólreiðum. Morgunblaðið/Ómar

Verð á hjólum mun lækka nokkuð nái tillögur efnahags- og viðskiptanefndar um afnám tolla á reiðhjól fram að ganga. Þetta segir Guðmundur Ágúst Pétursson, forstjóri GÁP, í samtali við mbl.is, en hann sér fyrir sér áframhaldandi aukningu í hjólaáhuga landsmanna með þessu skrefi.

„Mér hefur aldrei litist jafn vel á neina breytingu eins og það að byrjað sé að fella niður vörugjöld því þau eiga ekki rétt á sér lengur,“ segir Guðmundur. Hann vonar að tillagan komist fljótt í gegn, en snemma á komandi ári munu fyrstu sendingar vorsins berast og til að tollurinn bætist ekki á þær þarf Alþingi að samþykkja nýju lögin. 

Guðmundur segir að þetta muni leiða til lægra vöruverðs, sérstaklega þar sem vörugjöldin hafi margfeldisáhrif á verðið. Í dag er þetta gjald 10% og því um ágæta lækkun fyrir kaupendur að ræða. 

Flestir innflutningsaðilar eiga töluvert magn hjóla á lager og þeir munu þá þurfa að afskrifa vörugjaldið af þeim hjólum þegar nýju lögin taka gildi. Guðmundur segir þetta alltaf vera fylgifisk lækkana og því verði bara að taka. „Þegar svona lækkanir eiga sér stað verða menn að bregðast strax við til að verða ekki undir í samkeppninni,“ segir hann og bætir við: „það er ekki hægt að bjóða dýrari hjól þegar þú getur fengið þau ódýrari annarsstaðar.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK