Telur að breytt fjármálakerfi gæti leitt til glataðra efnahagslegra tækifæra

Lilja Mósesdóttir þingmaður segir að með aðskilnaði megi koma í …
Lilja Mósesdóttir þingmaður segir að með aðskilnaði megi koma í veg fyrir að bankar búi til eignabólur með útlánastarfsemi sinni. mbl.is/Ómar

Með því að gera þá grundvallarbreytingu á fjármálakerfinu að afnema heimildir innlánsstofnana til útlána umfram lausar bankainnstæður er hætt við því að margt glatist af þeim efnahagslegum tækifærum sem nú eru í boði fyrir tilstilli fjármálastofnanna.

Þetta kemur fram í umsögn Seðlabanka Íslands til efnahags- og viðskiptanefndar um tillögu Lilju Mósesdóttur um að fela sérfræðinganefnd að skoða leiðir til að aðskilja peningamyndun og útlánastarfsemi.

Í fréttaskýringu um þessi mál í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag kemur fram, að í umsögn Seðlabankans sé bent á það, að fjármálastofnanir sérhæfi sig í að takast á við grundvallarvandamál tengd útlánastarfsemi; ósamhverfum upplýsingum og kostnaðarsömu eftirliti með lántökum.

Samtökin Betra peningakerfi, undir forystu Frosta Sigurjónssonar, fjárfestis og þingmannsefni Framsóknarflokksins, telja hins vegar að gríðarmikið sé áunnið með slíkum aðskilnaði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK