Hækkunin á vísitölu neysluverðs í desember í ár er minnsta hækkun vísitölunnar í desembermánuði frá aldamótum. En frá þeim tíma hefur vísitalan að jafnaði hækkað um rúm 0,4% í mánuðinum.
Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka en samkvæmt nýbirtri mælingu Hagstofu Íslands hækkaði vísitala neysluverðs um 0,05% á milli nóvember og desember. Er þetta verulega undir þeirri hækkun sem greining Íslandsbanki, sem og aðrir sem birta verðbólguspá opinberlega, bjuggumst við að yrði.
Gerðu opinberar spár ráð fyrir 0,3% til 0,4% hækkun milli mánaða, og reiknuðum við með 0,4% hækkun. Í desember í fyrra hækkaði vísitalan um 0,4% frá fyrri mánuði, og lækkar því tólf mánaða taktur verðbólgunnar úr 4,5% í 4,2% á milli nóvember og desember.