Krefst 100 milljarða í skaðabætur

Slita­stjórn Lands­banka Íslands kref­ur PriceWater­hou­se Coo­pers um tæp­lega 100 millj­arða króna í skaðabæt­ur vegna tjóns sem hún tel­ur fyr­ir­tækið hafa valdið Lands­bank­an­um fyr­ir hrun. Þetta kem­ur fram á vef RÚV.

Þar seg­ir að frétta­stofa RÚV hafi stefnu slita­stjórn­ar bank­ans gegn PriceWater­hou­seCoo­pers und­ir hönd­um. Fram kem­ur að stjórn­in telji að end­ur­skoðend­ur bank­ans hafi valdið tjóni með at­höfn­um sín­um, at­hafna­leysi og rangri ráðgjöf.

Þá seg­ir að fé­lagið hafi ekki end­ur­skoðað reikn­inga bank­ans í sam­ræmi við regl­ur og ekki til­kynnt al­var­leg brot bank­ans til bankaráðs, hlut­hafa­fund­ar og Fjár­mála­eft­ir­lits­ins eins og því hafi borið að gera.

Jafn­framt kem­ur fram að PriceWater­hou­seCoo­pers hafi ekki getið um stór­felld­ar lán­veit­ing­ar bank­ans til Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar eða fé­laga sem tengd­ust hon­um í árs­reikn­ing­um 2007 og 2008 og aðeins getið um hluta af skuld­bind­ing­um Björgólfs Guðmunds­son­ar, bankaráðsfor­manns og ann­ars aðal­eig­anda bank­ans.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK