Væntingar bandarískra neytenda minnkuðu mikið í desember og hafa þær ekki verið minni síðan í ágúst. Er þetta rakið til þeirrar óvissu sem ríkir um fjárlög ríkisins.
Mælist væntingavísitalan 65,1 stig en var 71,5 stig í nóvember. Þegar vísitalan er undir 100 stigum eru fleiri svartsýnir en bjartsýnir. Sérfræðingar höfðu spáð því að vísitalan yrði um 70 stig nú í desember. Lægst fór væntingavísitalan í 61,3 stig í ágúst.