Hlutabréf í Bankia féllu um 14%

Bankia stendur mjög illa fjárhagslega.
Bankia stendur mjög illa fjárhagslega. PIERRE-PHILIPPE MARCOU

Verð hlutabréfa í Bankia, fjórða stærsta banka Spánar, lækkuðu um 14% í dag eftir að tilkynnt var að staða bankans væri enn verri en áður var talið.

Bankia varð til árið 2010 þegar sjö sparisjóðir voru sameinaðir í einn banka. Sjóðirnir stóðu illa fjárhagslega og því þarf ekki að koma á óvart að nýi bankinn stæði á brauðfótum.

Lengi hefur verið vitað að Bankia þyrfti á fjárhagsaðstoð að halda til að geta haldið áfram starfsemi. Talið hafði verið að setja þyrfti 10,4 milljarða evra í bankann, en í dag var upplýst að hann þyrfti á 13,5 milljörðum að halda. Í september voru 4,5 milljarðar evra settir inn í bankann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka