Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar

Frá Hvíta húsinu í kvöld
Frá Hvíta húsinu í kvöld AFP

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað lítillega í dag en fjárfestar bíða nú fregna af fundi stjórnmálaleiðtoga í Bandaríkjunum í Hvíta húsinu. Ríkisfjármálin eru þar helsta umræðuefnið en þverhnípi blasir við Bandaríkjunum ef ekki tekst að ná samkomulagi fyrir áramót.

Í New York hefur verð á hráolíu til afhendingar í febrúar lækkað um sjö sent og er 90,80 Bandaríkjadalir tunnan.

Í Lundúnum hefur verð á Brent Norðursjávarolíu lækkað um 18 sent og er 110,62 dalir tunnan.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK