Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndari Alþingis, telur að Seðlabankinn hafi haft rangt fyrir sér í Samherjamálinu.Þrátt fyrir ítarlega rannsókn sé enn allt á huldu um hvað málið snýst.
Þetta kemur fram á bloggsíðu Björns Vals. Hann segist hafa í vor kafaði aðeins ofan í þetta mál, spurt spurninga og nýtti sér þekkingu sína.
„Niðurstaða mín var sú í stuttu máli að fyrirtæki af þeirri stærðargráðu sem Samherji er stendur ekki í því að svindla á nokkrum tonnum af karfa eða bleikjutittum. Það er of mikið í húfi til að leggja fyrirtækið allt undir fyrir svo lítið. Stjórnendur fyrirtækisins eru einfaldlega ekki svo klikkaðir. Það þarf líka of margra starfsmenn með einbeittan brotavilja þvert á landamæri til að þannig svindl sé gerlegt.
Ég komst að því að það væri tvennt í stöðunni sem gæti skýrt þetta mál. Annarsvegar að Seðlabankinn hafi beinlínis rangt fyrir sér og hefði ekkert mál í höndunum og hinsvegar að málið snérist um allt annað en útflutning á fiski. Ég veit ekki frekar en aðrir hvort er,“ segir Björn Valur.