„Það gengur ekki að skattgreiðendur í einstökum ríkjum Evrópusambandsins séu látnir bera einir þungann af fjármálakerfi sambandsins. Skapi fjármálastofnun hættu fyrir Evrópusambandið í heild verður sambandið í heild að takast á við hættuna sem ógnar öllum.“
Þetta segir meðal annars í grein eftir aðstoðarforsætisráðherra Írlands, Eamon Gilmore, sem birtist í níu evrópskum dagblöðum í dag. Í greininni kallar hann eftir því að samkomulagi sem miði að því að létta byrðar írskra skattgreiðenda vegna 64 milljarða evra fjárhagsaðstoðar sem Írland fékk frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til þess að bjarga bankakerfi landsins.
Fram kemur í frétt írska dagblaðsins Irish Independent um grein Gilmores að írsk stjórnvöld hafi áður kallað eftir samkomulagi um skuldir Írlands vegna björgunar bankanna.