„Evrusvæðið komið yfir það versta“

José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB. AFP

Fjárfestar eru sannfærðir um að evrusvæðið sé komið yfir það versta í efnahagserfiðleikum sínum að sögn Josés Manuels Barrosos, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, en ummælin lét hann falla í ræðu sem hann flutti í Lissabon, höfuðborg Portúgals í gær á fundi með portúgölskum embættismönnum.

„Fjárfestar hafa áttað sig á því að þegar leiðtogar Evrópusambandsins skuldbinda sig til þess að gera allt til þess að tryggja trúverðugleika evrunnar þá er þeim alvara,“ sagði Barroso og ennfremur að sú tilfinning að það fæli í sér áhættu að fjárfesta á evrusvæðinu væri ekki lengur til staðar.

Fram kemur á fréttavefnum Euobserver.com að ummælin komi í kjölfar þess að forystumenn Portúgals, heimalands Barrosos, hafi gagnrýnt harðlega með hvaða hætti tekið hefði verið á efnahagsvanda landsins af hálfu Evrópusambandsins og hótað því að fara með málið fyrir dómstóla.

Ennfremur segir að Barroso hafi í ræðu sinni vitnað til skoðanakönnunar sem birt var í desember og náði til 778 fjárfesta sem benti til þess að mikill meirihluti þeirra teldi að evran ætti eftir að lifa af efnahagserfiðleikana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK