Ríkisábyrgð á innistæðum er undirrót að vandræðum Íbúðalánasjóðs og mun orsaka gjaldþrot sjóðsins, segir Arnar Sigurðsson, sérfræðingur á fjármálamarkaði, í nýjasta viðskiptaþættinum með Sigurði Má. Segir hann að með ábyrgðinni streymi fjármunir á innlánsreikninga banka, sem svo sjái þá einu leið að lána þá áfram til fólks sem annaðhvort kaupir fasteignir eða greiðir upp lán hjá Íbúðalánasjóði.
Segir Arnar að þar liggi vandinn, því allar þessar uppgreiðslur leiði til þess að mikið magn peninga renni í sjóðinn. Ríkið geti ekki ávaxtað þá, en þurfi að standa í skuldbindingum á móti.