Gert að afhenda fundargerðir

Morgunblaðið/Eggert

Umboðsmanni skuldara hefur verið gert af úrskurðarnefnd um upplýsingamál að afhenda Hagsmunasamtökum heimilanna fundargerðir og önnur gögn samráðshóps fjármálafyrirtækjanna og Dróma ehf. vegna gengislánadóms Hæstaréttar.

Samráðshópurinn lauk störfum í júní á liðnu ári og óskuðu Hagsmunasamtök heimilanna í kjölfarið eftir því við umboðsmann skuldara að fá aðgang að fundargerðum og öðrum gögnum samráðshópsins. Því hafnaði umboðsmaður skuldara á þeim forsendum að aðilar  hópsins teldu ekki ástæðu til þess að láta umbeðin gögn af hendi. Þá hefðu þau að geyma upplýsingar er vörðuðu einkamálefni lántakenda og féllu þar af leiðandi undir þagnarskyldu.

„Synjun umboðsmanns var kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem gagnrýndi það harðlega að ákvörðun um synjun væri tekin, að því er virtist, samkvæmt geðþótta fjármálafyrirtækjanna. Það samræmdist ekki þeim sjónarmiðum sem lágu til grundvallar heimild til samráðsins að hagsmuna neytenda væri gætt, auk þess sem synjunin gengi beinlínis gegn lögboðnu hlutverki embættis umboðsmanns skuldara,“ segir í tilkynningu frá Hagsmunasamtökum heimilanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK