Aldrei fleiri án vinnu á evrusvæðinu

Emmanuelle Baillon er ein þeirra Grikkja sem eru án vinnu. …
Emmanuelle Baillon er ein þeirra Grikkja sem eru án vinnu. Maður hennar er einnig atvinnulaus, en hann reynir að skapa sé vinnu með því að búa til minjagripi og selja þá ferðamönnum. LOUISA GOULIAMAKI

At­vinnu­leysi á evru­svæðinu í nóv­em­ber var 11,8% og hef­ur aldrei mælst meira. At­vinnu­leysi meðal ungs fólks mæld­ist 24,4%.

Þetta kem­ur fram í töl­um sem Eurostat, hag­stofa Evr­ópu­sam­bands­ins, birti í dag. At­vinnu­leysi á evru­svæðinu jókst um 1 pró­sentu­stig frá októ­ber. Sam­kvæmt töl­un­um hef­ur at­vinnu­leysi í Evr­ópu­sam­band­inu öllu ekk­ert breyst, en það er 10,7%.

At­vinnu­leysið er mest á Spáni 26,9%. Þar á eft­ir kem­ur Grikk­land með 20% at­vinnu­leysi. Minnsta at­vinnu­leysið er í Aust­ur­ríki 4,5%. Mest dró úr at­vinnu­leysi í nóv­em­ber í Eistlandi eða úr 12,1% í 9,5%, en Eist­land er nýj­asta landið sem tók um evru. Um 26 millj­ón­ir manna eru án vinnu í ESB, þar af 18,8 millj­ón­ir á evru­svæðinu.

24,4% ungs fólks á evru­svæðinu eru án vinnu, en hlut­fallið er 23,7% í Evr­ópu­sam­band­inu öllu.

Jose Manu­el Barroso, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar ESB, sagði eft­ir að töl­urn­ar voru birt­ar að hann teldi að það versta væri yf­ir­staðið og at­vinnu­leysi inn­an ESB myndi fara minnk­andi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka