Ekki hægt að neita um frekari boranir

Drekasvæðið.
Drekasvæðið. mbl.is/KG

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, at­vinnu­mála- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, sagði í Spegl­in­um í gær að þrátt fyr­ir sér­leyfi til rann­sókna og vinnslu kol­vetn­is á Dreka­svæðinu væri ekki í hendi að leyfi fyr­ir frek­ari vinnslu og bor­un­um feng­ist. Guðni A. Jó­hann­es­son, orku­mála­stjóri, seg­ir í sam­tali við mbl.is að ef fyr­ir­tæk­in upp­fylli öll skil­yrði varðandi um­hverf­is- og ör­ygg­is­mál eigi ekk­ert að koma í veg fyr­ir bor­un­ar­leyfi, svo framar­lega sem olía finn­ist.

„Þetta er leit­ar- og rann­sókn­arþátt­ur með öll­um fyr­ir­vör­um af okk­ar hálfu varðandi um­hverf­is- og ör­ygg­is­mál­in á þessu svæði. Þetta jafn­gild­ir ekki ákvörðun um að leyfa bor­an­ir eða vinnslu þarna,“ sagði Stein­grím­ur í Spegl­in­um í gær. Taldi hann að ef olía fynd­ist þyrfti að taka ákvörðun um það í framtíðinni hvort leyfa ætti bor­an­irn­ar og það væri miklu stærri ákvörðun en rann­sókn­ar­leyf­in. Hvert og eitt skref færi í um­hverf­is­mat og ákvörðunin lægi langt inni í framtíðinni.

Guðni seg­ir að mikl­ir fyr­ir­var­ar séu gerðir svo vinnsla verði leyfð. Þar á meðal að öll skil­yrði séu upp­fyllt. „Það er ekki búið að leyfa áfram­hald­andi bor­an­ir á svæðinu fyrr en sýnt hef­ur verið fram á að um­hverf­is­mál­in séu í lagi. Um það eru mikl­ir fyr­ir­var­ar í leyf­un­um.“

Hann tel­ur aft­ur á móti að ekki sé hægt að neita fyr­ir­tækj­um sem fengið hafa rann­sókn­ar- og vinnslu­leyfi um frek­ari bor­an­ir ef olía finn­ist og þau upp­fylli öll skil­yrði um um­hverf­is- og ör­ygg­is­mál. Seg­ir hann að hug­lægt mat sem ekki hafi mál­efna­leg­ar ástæður gætu hugs­an­lega skapað skaðabóta­skyldu á hend­ur rík­inu.

Kostnaður sem fylg­ir því að leggja í frek­ari rann­sókn­ir og til­raun­ir á svæðinu mun hlaupa á tug­um millj­arða og því vekja orð Stein­gríms nokkra furðu á þess­um tíma­punkti. Ólík­legt er að nokk­urt fyr­ir­tæki muni setja slíka fjár­muni í rann­sókn­ir þegar ekki er víst að arðsemi verði af verk­efn­inu, jafn­vel þótt olía finn­ist.

Gunn­laug­ur Jóns­son, ann­ar eig­anda Kol­vetna ehf., sem er á bakvið eina af um­sókn­un­um um sér­leyfi, seg­ir í sam­tali við mbl.is að ekki sé hægt að taka rétt­inn af mönn­um núna til að vinna olíu sem hugs­an­lega finn­ist. „Stóra hug­mynd­in með sér­leyf­inu er að menn hljóta heim­ild til að vinna ol­í­una. Það er for­senda þess að farið sé í þetta stig að menn hafi vinnslu­leyfi.

Hann seg­ir þó eðli­legt að gerðar séu kröf­ur um um­hverf­isþætti áður en að bor­un­um kem­ur, en að það sé „ekki hægt sem póli­tísk ákvörðun héðan af að taka af fyr­ir­tækj­um rétt­inn til að vinna ol­í­una sem þau kunna að finna.“

Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri.
Guðni A. Jó­hann­es­son orku­mála­stjóri. mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK