Atvinnuleysi mældist 26,8% í Grikklandi í október á síðasta ári. Í október 2011 voru 19,1% Grikkja án atvinnu. Alls voru 1,3 milljónir Grikkja án vinnu í október.
Samkvæmt fjárlögum fyrir næsta ár er útlit fyrir samdrátt í Grikklandi á næsta ári, sjötta árið í röð.
Þrátt fyrir tæplega 27% atvinnuleysi segja forsvarsmenn grískra verkalýðsfélaga þá tölu einungis segja hálfa söguna og það sé í raun mun meira.