Gefinn hefur verið út nýr skuldabréfaflokkur af sameinuðu sveitarfélagi Garðabæjar og Álftaness undir nafni Garðabæjar í samstarfið við Markaðsviðskipti Íslandsbanka en honum er ætlað að endurfjármagna lán fyrir allt að 1.187 milljónir króna vegna yfirtöku á skuldum Álftaness samkvæmt fréttatilkynningu.
Skuldabréfin, GARD 13 01, eru verðtryggð jafngreiðslubréf til 10 ára og bera fasta árlega 2,95% vexti. Bréfin verða skráð í NASDAQ OMX Iceland. Haft er eftir Gunnari Einarssyni, bæjarstjóra sameinaðs sveitarfélags, að kjörin séu mjög góð og endurspegli trausta fjárhagsstöðu hins nýja sveitarfélags og um leið trú markaðarins á því.