Peningastefnunefnd Seðlabanka Evrópu ákvað á fundi sínum í dag að halda stýrivöxtum á evrusvæðinu óbreyttum í 0,75%. Hafa vextirnir aldrei verið jafn lágir.
Englandsbanki gerði heldur ekki breytingu á stýrivöxtum sínum í dag og eru þeir 0,50% og hafa aldrei verið jafn lágir.
Er þetta í takt við væntingar markaðarins.