Fjárfesting á Íslandi langt undir meðaltali evruríkja

Heildarfjárfesting sem hlutfall af landsframleiðslu á Íslandi og í nokkrum …
Heildarfjárfesting sem hlutfall af landsframleiðslu á Íslandi og í nokkrum Evrópuríkjum. mbl.is

Aðeins þrjú ríki á evrusvæðinu – Grikkland, Írland og Kýpur – voru með lægra fjárfestingastig en Ísland á árinu 2012.

Miðað við áætlaðar hagtölur fyrir síðasta ár þá verður heildarfjármunamyndun í íslenska hagkerfinu 14,9% sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Það er tæpum fjórum prósentum lægra en að meðaltali hjá þeim 17 ríkjum sem eru í evrópska myntbandalaginu.

Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag um þessi mál segir Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnarins, að það sé umhugsunarefni hversu hægt hefur miðað í þá átt að ná fjárfestingu í það sem mætti kalla eðlilegt horf eftir hrun bankakerfisins árið 2008. „Við náðum botninum mun fyrr en evruríkin og því mætti ætla að fjárfesting væri meiri hérlendis en að meðaltali á evrópska myntsvæðinu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK