Nýr 5 evra seðill var sýndur í fyrsta sinn í vikunni. Opinberunin fór fram í Frankfurt í Þýskalandi en það er Seðlabanki Evrópu sem stendur að útgáfunni.
Á nýja seðlinum má m.a. sjá mynd af grísku gyðjunni Evrópu.
Sagan segir að Seifur hafi lagt ást á hana, brugðið sér í nautsham og synt með hana á bakinu til Krítar.
Grikkir hafa sem kunnugt er farið mjög illa út úr efnahagshruninu og þurft að fá neyðarlán hjá Evrópusambandinu.