Grísk gyðja á 5 evra seðlinum

Nýr 5 evra seðill var sýndur í fyrsta sinn í vikunni. Opinberunin fór fram í Frankfurt í Þýskalandi en það er Seðlabanki Evrópu sem stendur að útgáfunni.

Á nýja seðlinum má m.a. sjá mynd af grísku gyðjunni Evrópu.

Sagan segir að Seifur hafi lagt ást á hana, brugðið sér í nautsham og synt með hana á bakinu til Krítar.

Grikkir hafa sem kunnugt er farið mjög illa út úr efnahagshruninu og þurft að fá neyðarlán hjá Evrópusambandinu.


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK