Guardian rekur mál Jóns Ásgeirs

Jón Ásgeir Jóhannesson mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur er Aurum-málið svokallaða …
Jón Ásgeir Jóhannesson mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur er Aurum-málið svokallaða var þingfest. Morgunblaðið/Styrmir Kári

Breska blaðið Guardian segir frá því í dag að Jón Ásgeir Jóhannesson noti dagblað í eigu eiginkonu sinnar til að koma á framfæri athugasemdum vegna meðferðar stjórnvalda á sínum málum. Er þar vísað til þess að nýlega hafi Jón Ásgeir birt grein í Fréttablaðinu þar sem hann rakti ofsóknir stjórnvalda á hendur sér undanfarinn áratug eða svo.

Í greininni er Aurum-málið svokallaða reifað en í því er Jón Ásgeir ákærður fyrir að hafa beitt bankastjóra Glitnis þrýstingi og fortölum til að veita félaginu FS38 ehf. 6 milljarða króna lán frá Glitni, honum sjálfum og Fons til hagsbóta.

Blaðið rekur svo viðskiptasögu Jóns Ásgeirs, með áherslu á eignir hans í Bretlandi. Þá er einnig rifjað upp að Jón Ásgeir hafi áður sagt íslensk stjórnvöld leggja á ráðin gegn sér í kjölfar Baugsmálsins svokallaða.

Jón Ásgeir hefur því verið áberandi í umfjöllun bresku pressunar í dag. The Telegraph greindi frá því í morgun að Jón Ásgeir hefði keypt hlut í Muddy Boots sem selur verslunum hamborgara. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK