Hagvöxtur mældist einungis 0,7% í Þýskalandi á síðasta ári samanborið við 3% árið 2011. Á fjórða ársfjórðungi nam samdrátturinn 0,5% í Þýskalandi samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofu Þýskalands.
Verðbólga mældist 2,1% í Þýskalandi í desember samanborið við 1,9% í nóvember. Skýringin á aukinni verðbólgu er hækkun á matvæla- og orkuverði.