Enn eitt metið hjá JPMorgan

Höfuðstöðvar JP Morgan Chase á Park Avenue í New York
Höfuðstöðvar JP Morgan Chase á Park Avenue í New York AFP

Hagnaður bandaríska bankans JPMorgan Chase jókst um 53% á fjórða ársfjórðungi en hagnaður bankans á síðasta ári nam 21,3 milljörðum Bandaríkjadala, 2.752 milljarðar króna.

Árið 2011 nam hagnaður JP Morgan 19 milljörðum dala en árið 2012 er þriðja árið í röð þar sem nýtt met er sett í afkomu bankans. Hagnaður á fjórða ársfjórðungi nam 5,7 milljörðum dala samanborið við 3,7 milljarða dala á sama tímabili 2011.

Er afkoman mun betri heldur en væntingar markaðarins voru. Tekjur á fjórða ársfjórðungi voru 24,4 milljarðar dala sem er 10% aukning milli ára. Tekjur ársins voru 99,9 milljarðar Bandaríkjadala.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka