Lágt atvinnuleysi í alþjóðlegum samanburði

Vinnumálastofnun.
Vinnumálastofnun. Morgunblaðið/Eggert

Atvinnuleysi er nú talsvert lægra hér á landi heldur en í flestum þeim löndum sem við berum okkur saman við, segir í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka.

Samkvæmt tölum Evrópsku Hagstofunnar er atvinnuleysi á evrusvæðinu nú í hæstu hæðum en  í nóvember var árstíðarleiðrétt 6 mánaða atvinnuleysi 11,8% og hefur aldrei verið hærra en á sama tíma var atvinnuleysi 5,4% hér landi.

Af öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins var atvinnuleysi lægst í Austurríki þar sem það var 4,5%, í Lúxemborg (5,1%), í Þýskalandi (5,4%) og  í Hollandi (5,6%) en hæst á Spáni þar sem atvinnuleysi mældist 26,6% í nóvember sl. og í Grikklandi þar sem það var 26%. Þá er atvinnuleysi hér á landi einnig lægra heldur en í Bandaríkjunum þar sem það mældist 7,8% í nóvember á síðasta ári, segir í Morgunkorninu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK