Engar eignir fundust í búi EM 13 ehf. upp í 4,3 milljarða kröfur á hendur félaginu. Áður hét félagið BNT hf. og var aðaleigandi N1 hf. Í lögbirtingablaðinu kemur fram að EM 13 hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta 6. september á síðasta ári og að skiptum hafi verið lokið 15. janúar.
Aðaleigandi BNT hf. var fjárfestingafélagið Máttur sem var í eigu Einars og Benedikts Sveinssona auk Karls og Steingríms Wernerssona. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var fram til 2008 stjórnarformaður BNT og sat í stjórn Máttar.