Samráðsvettvangur eftir skýrslu McKinsey

Ragna Árnadóttir verður formaður samráðsvettvangsins
Ragna Árnadóttir verður formaður samráðsvettvangsins mbl.is/Anna María Sigurjónsdóttir

Settur hefur verið á fót þverpólitískur og þverfaglegur samráðsvettvangur um aukna hagsæld á Íslandi. Á vettvanginum sitja formenn allra stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi, helstu hagsmunasamtök launþega og atvinnurekenda, fulltrúar háskólasamfélagsins, sveitarfélaga og stjórnendur fyrirtækja úr ýmsum atvinnugreinum.

Vettvanginum er ætlað að stuðla að heildstæðri og málefnalegri umræðu um leiðir til að tryggja hagsæld Íslendinga til lengri tíma litið. Þetta kemur fram í tilkynningu, en tilurð vettvangsins má rekja til skýrslu sem alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið McKinsey & Company gaf út síðastliðið haust um möguleika Íslands til eflingar langtímahagvaxtar.

Ragna Árnadóttir er formaður samráðsvettvangsins og Katrín Olga Jóhannesdóttir varaformaður. Verkefnið heyrir undir forsætisráðuneytið, en er stýrt af ofangreindum aðilum. Fyrsti formlegi fundur Samráðsvettvangsins verður haldinn 11. febrúar næstkomandi. Formaður verkefnastjórnar er Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík.

Samráðsvettvanginum er ætlað að stuðla að heildstæðri og uppbyggilegri umræðu um leiðir til að tryggja hagsæld Íslendinga til lengri tíma litið. Í því felst samkvæmt tilkynningunni að:

  • Skapa þverpólitískan umræðuvettvang fyrir framsýna og málefnadrifna umræðu um viðfangsefnið.
  • Móta heildstætt og óháð yfirlit yfir aðgerðir sem geta stuðlað að langtímahagvexti og efnahagslegum stöðugleika.
  • Fjalla um þau skilyrði og ákvarðanir sem þörf er á til að hægt sé að hrinda viðkomandi aðgerðum í framkvæmd.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK