Samráðsvettvangur eftir skýrslu McKinsey

Ragna Árnadóttir verður formaður samráðsvettvangsins
Ragna Árnadóttir verður formaður samráðsvettvangsins mbl.is/Anna María Sigurjónsdóttir

Sett­ur hef­ur verið á fót þver­póli­tísk­ur og þverfag­leg­ur sam­ráðsvett­vang­ur um aukna hag­sæld á Íslandi. Á vett­vang­in­um sitja for­menn allra stjórn­mála­flokka sem eiga sæti á Alþingi, helstu hags­muna­sam­tök launþega og at­vinnu­rek­enda, full­trú­ar há­skóla­sam­fé­lags­ins, sveit­ar­fé­laga og stjórn­end­ur fyr­ir­tækja úr ýms­um at­vinnu­grein­um.

Vett­vang­in­um er ætlað að stuðla að heild­stæðri og mál­efna­legri umræðu um leiðir til að tryggja hag­sæld Íslend­inga til lengri tíma litið. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu, en til­urð vett­vangs­ins má rekja til skýrslu sem alþjóðlega ráðgjaf­ar­fyr­ir­tækið McKins­ey & Comp­any gaf út síðastliðið haust um mögu­leika Íslands til efl­ing­ar lang­tíma­hag­vaxt­ar.

Ragna Árna­dótt­ir er formaður sam­ráðsvett­vangs­ins og Katrín Olga Jó­hann­es­dótt­ir vara­formaður. Verk­efnið heyr­ir und­ir for­sæt­is­ráðuneytið, en er stýrt af of­an­greind­um aðilum. Fyrsti form­legi fund­ur Sam­ráðsvett­vangs­ins verður hald­inn 11. fe­brú­ar næst­kom­andi. Formaður verk­efna­stjórn­ar er Friðrik Már Bald­urs­son, pró­fess­or við Há­skól­ann í Reykja­vík.

Sam­ráðsvett­vang­in­um er ætlað að stuðla að heild­stæðri og upp­byggi­legri umræðu um leiðir til að tryggja hag­sæld Íslend­inga til lengri tíma litið. Í því felst sam­kvæmt til­kynn­ing­unni að:

  • Skapa þver­póli­tísk­an umræðuvett­vang fyr­ir fram­sýna og mál­efna­drifna umræðu um viðfangs­efnið.
  • Móta heild­stætt og óháð yf­ir­lit yfir aðgerðir sem geta stuðlað að lang­tíma­hag­vexti og efna­hags­leg­um stöðug­leika.
  • Fjalla um þau skil­yrði og ákv­arðanir sem þörf er á til að hægt sé að hrinda viðkom­andi aðgerðum í fram­kvæmd.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK