Fimm þúsund störf þýða 20 milljarða

mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Með því að skapa fimm þúsund ný störf, að því gefnu að launin séu 400 þúsund að meðaltali á mánuði, fær ríkið tuttugu milljarða króna árlega í ávinning. Þetta kemur fram í riti Samtaka atvinnulífsins, Fleiri störf - betri störf.

Þar kemur fram að heildarlaun verkafólks á almennum vinnumarkaði námu um 400 þúsund kr. á mánuði að meðaltali árið 2012. Einstaklingur með þau laun greiðir 58 þús. kr. útsvar til sveitarfélaga og 50 þús. kr. tekjuskatt til ríkisins, 31 þús. kr. greiðir launagreiðandi hans í tryggingagjald og 72 þús.kr. óbeinir skattar leggjast á útgjöld hans miðað við að öllum laununum sé varið til neyslu. Skatttekjur hins opinbera vegna þessara launa nema því samtals 211 þús.kr. á mánuði eða 53% af umræddum launum.

Atvinnuleysisbætur á mánuði nema 173 þús. kr. Af þeirri fjárhæð greiðist 25 þús. kr. útsvar til sveitarfélaga (þ.a. leggur ríkissjóður til 7.000 kr.) og óbeinir skattar á útgjöld hins atvinnulausa nema 38 þús.kr. Skatttekjur hins opinbera af atvinnuleysisbótum nema samtals 56 þús. kr. á mánuði eða 32,5% af bótafjárhæð.

Skattalegur ávinningur hins opinbera, fari einstaklingur af bótum í vinnu fyrir meðallaun verkafólks er því verulegur, samtals 155 þús. kr. á mánuði (1,9 m.kr. á ári). Að viðbættum atvinnuleysisbótunum nemur ávinningur hins opinbera um 4 m.kr. á ári ef atvinnulaus einstaklingur fær starf.

„Takist að fækka atvinnulausum um 5.000 á næstu árum og þeir fái að meðaltali 400 þús. kr. tekjur á mánuði mun heildarávinningur hins opinbera nema 20 milljörðum króna árlega og að auki styrkist samkeppnisstaða atvinnulífsins vegna lækkunar tryggingagjalds. Dugleysi núverandi stjórnvalda við að greiða fyrir og hvetja til nýrra fjárfestinga og nýrra starfa er illskiljanlegt í ljósi þess mikla ávinnings sem er í húfi,“ segir í riti SA.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka