Það þarf að koma því á hreint að forgangskröfuhafar, innistæðueigendur, líknarfélög, sveitarfélög og fleiri muni fá greitt úr þrotabúi Landsbankans. Þetta segir Frosti Sigurjónsson, rekstrarhagfræðingur, í viðskiptaþættinum hjá Sigurði Má.
Hann segir að almennir kröfuhafar hafi náttúrlega tapað, en þar séu íslenskir kröfuhafar stór hluti. Meðal annars hafi Seðlabankinn tapað mestu og lífeyrissjóðirnir verið hátt á lista. „Það þarf að segja frá því hvaða fórnir við höfum fært með neyðarlögunum. Það var fyrst og fremst verið að bjarga erlendum innistæðuhöfum, þeir voru langflestir,“ segir Frosti.