Friedman á heimavelli í Stokkhólmi

Vikublaðið Economist segir Milton Friedman vera frekar á heimavelli í …
Vikublaðið Economist segir Milton Friedman vera frekar á heimavelli í Stokkhólmi frekar en í Washington og að Norðurlöndin séu með módel sem önnur vestræn ríki ættu að horfa til.

Stjórnmálamenn, sérstaklega frá skuldsettu vesturveldunum, ættu að horfa til Norðurlandanna þegar kemur að endurskoðun á ríkisrekstrinum. Þar hefur tekist að sameina velferðarkerfi og markaðsdrifið hagkerfi og jafnvel Milton Friedman væri frekar á heimavelli í Stokkhólmi en í Washington. Þetta kemur fram í sérstöku aukablaði sem beinir sjónum sínum að Norðurlöndunum í vikublaðinu Economist.  

Segir í umfjöllun blaðsins að almennt myndi fólk vilja fæðast í þessum heimshluta og það megi rekja til þeirra breytinga sem hafi orðið á velferðarmódeli landanna frá því á sjöunda áratugnum. Þá hafi til dæmis hlutfall samneyslu verið 67% af landsframleiðslu í Svíþjóð og slíkt sé ekki sjálfbært. Síðan snemma á tíunda áratuginum hafi löndin hins vegar byggt upp samfélag með lægri sköttum, en engu að síður haldið nokkuð stórum opinberum geira. Þá hafi einkageirinn fengið að blómstra, til dæmis með því að styðja við rekstur einkaskóla og einkarekinni heilsugæslu. Stefnunni hafi verið breytt úr því að eyða öllum skattpeningum beint yfir í að gera sjálfbært kerfi sem væri áhrifaríkt.

Ástæða þess að þetta kerfi gangi upp er sú að umræðan um umbætur hefur komist framhjá skotgröfum stéttarfélaga og þrýstihópa. Þá hefur markaðskerfið verið innleitt í velferðarkerfið til að auka virknina. Segir Economist að með þessu móti séu Svíar tilbúnir til að borga hærri skatta en íbúar Kaliforníu vegna þess að þeir vita að þeir fái fína menntun og ókeypis heilbrigðisþjónustu. Lærdómurinn sem draga megi frá Norðurlöndunum sé því ekki hugmyndafræðilegur heldur praktískur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK