Friedman á heimavelli í Stokkhólmi

Vikublaðið Economist segir Milton Friedman vera frekar á heimavelli í …
Vikublaðið Economist segir Milton Friedman vera frekar á heimavelli í Stokkhólmi frekar en í Washington og að Norðurlöndin séu með módel sem önnur vestræn ríki ættu að horfa til.

Stjórn­mála­menn, sér­stak­lega frá skuld­settu vest­ur­veld­un­um, ættu að horfa til Norður­land­anna þegar kem­ur að end­ur­skoðun á rík­is­rekstr­in­um. Þar hef­ur tek­ist að sam­eina vel­ferðar­kerfi og markaðsdrifið hag­kerfi og jafn­vel Milt­on Friedm­an væri frek­ar á heima­velli í Stokk­hólmi en í Washingt­on. Þetta kem­ur fram í sér­stöku auka­blaði sem bein­ir sjón­um sín­um að Norður­lönd­un­um í viku­blaðinu Econom­ist.  

Seg­ir í um­fjöll­un blaðsins að al­mennt myndi fólk vilja fæðast í þess­um heims­hluta og það megi rekja til þeirra breyt­inga sem hafi orðið á vel­ferðarmód­eli land­anna frá því á sjö­unda ára­tugn­um. Þá hafi til dæm­is hlut­fall sam­neyslu verið 67% af lands­fram­leiðslu í Svíþjóð og slíkt sé ekki sjálf­bært. Síðan snemma á tí­unda ára­tug­in­um hafi lönd­in hins veg­ar byggt upp sam­fé­lag með lægri skött­um, en engu að síður haldið nokkuð stór­um op­in­ber­um geira. Þá hafi einka­geir­inn fengið að blómstra, til dæm­is með því að styðja við rekst­ur einka­skóla og einka­rek­inni heilsu­gæslu. Stefn­unni hafi verið breytt úr því að eyða öll­um skatt­pen­ing­um beint yfir í að gera sjálf­bært kerfi sem væri áhrifa­ríkt.

Ástæða þess að þetta kerfi gangi upp er sú að umræðan um um­bæt­ur hef­ur kom­ist fram­hjá skot­gröf­um stétt­ar­fé­laga og þrýsti­hópa. Þá hef­ur markaðskerfið verið inn­leitt í vel­ferðar­kerfið til að auka virkn­ina. Seg­ir Econom­ist að með þessu móti séu Sví­ar til­bún­ir til að borga hærri skatta en íbú­ar Kali­forn­íu vegna þess að þeir vita að þeir fái fína mennt­un og ókeyp­is heil­brigðisþjón­ustu. Lær­dóm­ur­inn sem draga megi frá Norður­lönd­un­um sé því ekki hug­mynda­fræðileg­ur held­ur praktísk­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka